Vill að ríkisstjórnin segi af sér

Kjörtímabil ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar er eitt af örfáum kjörtímabilum sem friður ríkti á vinnumarkaðinum. Á kjörtímabilinu voru gerðir kjarasamningar (sumarið 2011) sem nauðsynlegt var að gera þó svo að það hafi kostað töf á efnahagsáætlun stjórnvalda. Kjaraskerðing Hrunsins var einfaldlega of mikil og því óumflýjanlegt að ganga til samninga um kaup og kjör.
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins sendir skýr skilaboð til ríkisstjórnar hægri flokkanna. Hann vill að Alþingi verði kallað saman nú þegar í þeim tilgangi einum að setja neyðarlög til að koma í veg fyrir launahækkanir á vinnumarkaðinum. Í framhaldinu „þyrfti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu að nýrri heildstæðri efnahagsáætlun hliðstæðri þeirri sem unnin var með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.“
Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu  í kosningabaráttunni að bæta hag launafólks. Ríkisstjórnarflokkarnir eru með skýra stefnu í efnahagsmálum í samræmi við loforð þeirra fyrir kosningar. Ríkisstjórn sem myndi fara að ráðum Þorsteins Pálssonar, setja neyðarlög til að koma í veg fyrir bætt kjör og taka upp gjörbreytta efnahagsstefnu nokkrum vikum eftir kosningar, væri að ganga svo bak orða sinna að hún gæti ekki setið deginum lengur. Hún yrði að fara frá.
Það er tillaga Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanni sjálfstæðisflokksins.
Að ríkisstjórnin segi af sér.

Comments

Villi Asgeirsson's picture

Nú sé ég ekki inn í huga Þorsteins og get því skilið hann eða misskilið eins og hver annar. En er hann ekki einfaldlega að benda á snjóbolta sem getur orðið að snjóflóði? Núverandi ríkisstjórn komst inn á loforðum sem virðast vera svikin nú þegar.

Það er langt í frá að hrunið hafi verið gert upp. Ísland er enn á bjargbrúninni og það síðasta sem við þurfum eru stjórnmálamenn sem virðast engan áhuga hafa á að koma landinu aftur á flot og bæta það tjón sem fylleríið og þynnkan olli.

Það má margt ljótt segja um stjórn Jóhönnu, en það leit allavega út fyrir að hún væri að reyna.

Kári Jónsson's picture

Ég ætla að byrja á því að lýsa furðu minni á að 52% kjósenda greiddu atkvæði sitt HRUN-ÞJÓFA-FLOKKUNUM.

Hinsvegar hefði meint Noræn-velferðar-stjórnin, samkvæmt þessari kröfu ÍTREKAÐ átt að segja af sér, mín skoðun var/er að fyrri ríkisstjórn hefði átt að segja af sér haustið/áramótin 2010-2011,  einmitt á þessum tímapunkti var búið að bjóða SF og VG í björg sérhagsmunafólksins, boðið var þegið með virktum, en í reykfylltu bakherbergi, það varð deginu ljósara, þegar bæði Jón Bjarna og síðar Steingrímur J höfðu gengið á bak kosninga-loforði VG um gerbreytta FISKVEIÐISTJÓRN í þágu almennings (eignarhald og nýtingarréttur) jafnframt var enginn vilji til að standa með almenningi um NÝJA-STJÓRNARSKRÁ, þar var þrautin þyngri, vegna yfirgnæfandi stuðnings þjóðarinnar við NÝJA-STJÓRNARSKRÁ. SF og VG létu til skarrar skríða gegn almenningi á síðustu lífdögum ríkisstjórnarinnar, glórulaus tillaga Árna Páls, Katrínu Jakops og Guðmundar Steingríms ber öll vitni um það.