Fjárfesting hefur verið fremur lítil á Íslandi frá Hruni, bæði í einkageiranum og hjá ríki og sveitarfélögum. Fyrir því eru margar ástæður. Í fyrsta lagi tæmdust allir sjóðir ríkisins í Hruninu, landið var kaffært í skuldum og lánstraust Íslands varð minna en ekki neitt fyrstu árin eftir Hrun. Sveitarfélögin svömluðu flest í sömu súpunni.
Í öðru lagi fór fjöldinn allur af fyrirtækjum í þrot vegna Hrunsins og mörg önnur hafa verið í miklum erfiðleikum. Orðspor íslenskra stjórnmála- og viðskiptamanna varð heldur ekki beinlínis til að hvetja erlenda aðila til að fjárfesta hér á landi. Reyndar er það svo að erlend fjárfesting á Íslandi hefur lengst af verið um og innan við 1% af VLF og þá nánast eingöngu í stóriðju. Ísland hefur því aldrei þótt góður fjárfestingarkostur hjá erlendum aðilum öfugt við það sem oft hefur verið haldið fram.
Nú er sem betur fer að glitta í auknar opinberar framkvæmdir og fjárfestingar með tilheyrandi auknum umsvifum fyrir atvinnulífið, ekki síst verktakageirann. Ætla má að þegar allt er tiltekið, það sem þegar er farið af stað og það sem er í pípunum, nemi þær um 100 milljörðum króna. Þarna eru m.a. tvenn stór jarðgöng, bygging nýs Landspítala og margt annað sem sjá má í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Þegar grannt er skoðað hafa talsvert miklar fjárfestingar einnig verið í einstökum greinum atvinnulífsins á síðustu árum. Má þar nefna sjávarútveginn, sér í lagi í uppsjávargeiranum en einnig víðar, svo sem ferðaþjónustunni. Þessa stundina er svo Skálaberg ER á leiðinni til landsins, stórt frystiskip sem Brim hf. keypti undir lok síðasta árs og verið hefur í endurbótum á Kanaríeyjum síðustu mánuði.
Ein stærsta ástæðan fyrir lítilli atvinnuvegafjárfestingu nú á árunum eftir Hrunið er sú að mörg fyrirtæki hafa lagt áherslu á að greiða niður skuldir sínar í stað þess að ráðast í fjárfestingar. Mörg stærstu fyrirtæki landsins neyddust vissulega til að fara í gegnum endurskipulagningu vegna Hrunsins og gátu hreinlega ekki fjárfest. Það breytir ekki því að mörg stöndugustu fyrirtæki landsins hafa sem sagt valið að búa í haginn fyrir framtíðina í stað þess að taka skyndiákvarðanir eins og margir gerðu á árunum fyrir hrun. Þetta sést m.a. á reikningum margra þeirra, t.d. Landsvirkjunar, Granda, Eimskipa, Hampiðjunnar, auk Össurar, Marels, Síldarvinnslunnar og margra fleiri fyrirtækja.
Þetta ættu þeir að hafa í huga sem gagnrýnt hafa þessi fyrirtæki á undanförnum árum fyrir að hafa ekki fjárfest meira og skyldu gagnrýnendur vera þakklátir eigendum og stjórnendum fyrirtækjanna fyrir ráðdeildina. Fyrirtækin hafa nú byggt upp sterkan efnahagsreikning og munu gegna lykilhlutverki í innlendum fjárfestingum á næstu árum af þessum sökum.
Comments
Concetta Kimble
26. ágúst 2016 - 2:15
Permalink
Large-scare program of plastic extruders can reduce creation fees.
Distinctive single screw extruder have unique functioning characteristics, and comprehensive comprehension of their
running properties can provide whole engage
in to the functionality of your machine. Extruder is definitely the equipment intended
for manufacturing more or less ongoing lengths of plastic sectors out from
a selected style of acrylic resin.
Feel free to surf to my blog post ... twin screw extruder