Stolnar fjaðrir

Þann 13. mars árið 2012 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um gjaldeyrismál sem líklega er ein mikilvægasta lagasetning frá Hruni. Þetta mál felur það í sér að allar eignir þrotabúa gömlu bankanna eru færðar undir gjaldeyrishöftin. Þar með sköpuðust forsendur til að semja við kröfuhafa þrotabúanna um hvernig þeir komast með kröfur sínar úr landinu. Það er því athyglisvert, í þessu ljósi, að stóru stjórnarandstöðuflokkarnir studdu ekki málið, lögðust annaðhvort gegn því eða tóku ekki afstöðu til málsins. Allir þingmenn sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn þessu mikilvæga máli. Bæði þáverandi varaformaður framsóknarflokksins og núverandi varaformaður hans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Athyglisverðast er þó að formaður framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, mætti ekki í atkvæðagreiðsluna, sér í lagi þegar það er haft í huga að hann hefur nú gert þetta sama mál að kosningamáli flokksins. Hann skreytir því sig með stolnum fjöðrum í þessu sem fleiru.

Þau sem greiddu atkvæði gegn þessu mikilvæga máli eru:

Ásbjörn Óttarsson

Birgir Ármannsson

Bjarni Benediktsson

Einar K. Guðfinnsson

Guðlaugur Þór Þórðarson

Illugi Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Kristján Þór Júlíusson

Ólöf Nordal

Pétur H. Blöndal

Ragnheiður E. Árnadóttir

Tryggvi Þór Herbertsson.

Þau sem sátu hjá eru:

Birkir Jón Jónsson

Lilja Mósesdóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Það er rétt að halda þessu til haga þegar þetta fólk lofar að gera það sem það vildi ekki gera fyrir rétt rúmu ári, eingöngu vegna þess að það var ekki þeirra hugmynd heldur annarra.