Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert skattalækkanir að sínu aðalkosningamáli. Það hefur hann reyndar alltaf gert fyrir allar kosningar alveg sama hvernig hefur árað í samfélaginu og burtséð frá afleiðingunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið sjálfum sér og sínum trú um að búið sé að breyta Íslandi í einhvers konar skattahelvíti. Þeir líta á það sem sitt hlutverk að frelsa þjóðina undan skattaánauðinni sem vinstri menn hafa hneppt hana í.
Myndin hér til hliðar sýnir samanburð á sköttum á Íslandi og annarra landa. Ef sjálfstæðisflokkurinn fær einhverju ráðið munu skattar á Íslandi verða þeir lægstu á Vesturlöndum.
Þeir vilja að Ísland verði eins og hver önnur Tortóla.