Hinn árlegi Skattadagur Deloitte var haldinn að Grand Hótel Reykjavík í morgun. Þar hélt Garðar Valdimarsson lögmaður erindi þar sem fram kom að hann telur meiri líkur en minni á því að auðlegðarskatturinn, sem lagður er á auðugasta fólkið í landinu, sé eignarupptaka og brot á stjórnarskránni. Það hefur svo sem verið nefnt áður, t.d. hér, hér og hér svo dæmi séu tekin.
Þetta er hinsvegar að verða óttalegt tuð sem aðeins er hægt að stoppa með því að á málið verði látið reyna fyrir dómstólum.
Af hverju drífur ekki einhver auðmaðurinn í því?