Ástarsamband ASÍ og sjálfstæðisflokksins

Fyrir tveim árum gerðu ríkisstjórnin, fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðirnir með sér samkomulag um úrræði vegna skuldavanda heimila. Í því fólst m.a. samkomulag um sérstakar niðurgreiðslur vegna vaxtakostnaðar af íbúðahúsnæði (liður 5). Kostnaður við þessar aðgerðir námu 6 mia.kr. á ári og stóð yfir í tvö ár.

Lífeyrissjóðirnir stóðu ekki við samkomulagið og neituðu að taka þátt í að greiða niður vexti af lánum skuldugra heimila.

Gylfi Arnbjörnsson segir að kornið sem fyllti mælinn hjá honum hafi verið skattlagning á lífeyrisgreiðssgreiðslur í þeim tilgangi að afla tekna til að greiða niður vexti skuldugra heimila. Þannig hefur hann beitt ASÍ fyrir vagn lífeyrissjóðanna í baráttunni gegn almenningi í landinu.

ASÍ hefur því verið misnotað í þágu lífeyrissjóðanna sem enn hafa ekkert lagt af mörkum í uppbygginguna frá Hruni. Því hefur sjálfstæðisflokkurinn tekið fagnandi og opnað allar sínar myrku kompur fyrir Gylfa Arnbjörnssyni og hans líkum. Það virðist litlu skipta að sjálfstæðisflokkurinn reyndi í Hruninu að hrifsa til sína lífeyrissjóði landsmanna til að greiða fyrir Hrunið sitt og hefur það á stefnuskrá sinni að eyðileggja lífeyriskerfi landsmanna með skattlagningu fái hann einhverju um það ráðið.

Um það ástarsamband sem ASÍ undir forystu Gylfa Arnbjörnssonar hefur myndað við sjálfstæðisflokkinn, hefur verið sagt að þá hafi skrattinn hitt ömmu sína.

Þannig sambönd eru dæmd til að mistakast. Oft með skelfilegum afleiðingum fyrir ættingja og vini.