Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi eru skapandi í störfum sínum fyrir Flokkinn. Nú dreifa þau mynd af þingmönnum og ráðherrum í líki herskárra Talibana sem fylgt er eftir með texta þar sem fram kemur sú skoðun sjálfstæðismannanna að lífið á Íslandi sé að verða Talibönum þóknanlegt.
En hverjir standa þarna að baki?
Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi er skipuð 17 manns. Formað félagsins heitir Emil Örn Kristjánsson. Sá góði drengur er fjölskyldumaður, faðir 5 barna og jafnmargra barnabarna. Hann er með stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands og B.Ed próf frá Kennaraskóla Íslands jafnframt því að vera með leiðsögumannapróf.
Sem sagt enginn vitleysingum ef marka má gráðurnar.
Einn stjórnarmaðurinn heitir Hannes S Jónsson. Sá er formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Í 3.gr. siðaregla KKÍ sem Hannes formaður presenterar segir: „Gættu þess að misbjóða ekki virðingu einstaklinga eða hópi einstaklinga t.d. hvað varðar kynferði, þjóðerni, kynþátt, litarhaft, menningu, tungumál, trúarbrögð, kynhneigð og stjórnmálaskoðanir.“
Hannes er sem sagt enginn vitleysingur ef marka má stöðu hans í samfélaginu.
Eiríkur Ingvarsson er enn einn stjórnarmaðurinn í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Eiríkur er tveggja barna faðir með langa starfsreynslu af velferðar og mannúðarmálum á Íslandi. Hann er einnig stofnandi og framkvæmdastjóri í fyrirtæki sem sinnir hráefnisvinnslu fyrri orkuiðnað í Evrópu. Eiríkur er menntaður blikksmiður og hefur sömuleiðis lokið námi í markaðs- og sölufræðum í útlöndum. Hann er einnig með AMP gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og IESE frá Barcelóna.
Enginn vitleysingur þar á ferð ef taka má mark á þessu.
Svo má nefna stjórnarmennina Sigurði Sigurðssyni hjá bílaumboðinu Heklu og Árna Guðmundssyni hjá fasteigna- og framkvæmdadeild N1, svo dæmi séu tekin. En gera má ráð fyrir að þar séu heldur engir kjánar á rápi miðað við menntun þeirra og stöðu.
Þingmaður sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi heitir Guðlaugur Þór Guðlaugsson.
Hlutirnir gerast yfirleitt ekki af sjálfu sér. Ekki heldur myndbirting Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Á bak við það býr ákvörðun sem tekin er af einhverjum og á ábyrgð einhverra. Í þessu tilfelli má ætla að Stjórn félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi beri ábyrgð á orðum og athöfnum félagsins.
Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi er hvorki andsetið né vitleysingasöfnuður, heldur samansett af ósköp venjulegu og vel menntuðu fjölskyldufólki sem veit vel hvað það er að gera.
Eða hvað?