Haustið 2008 bar þetta helst til tíðinda á Íslandi:
Allt íslenska bankakerfið varð gjaldþrota
Seðlabankinn varð gjaldþrota
Verðbólga steig til himna
Vaxtastigið sömuleiðis
Gjaldmiðillinn féll um helming
Skuldir heimilanna tóku stökkbreytingum
Þúsundir heimila lentu í alvarlegum skuldavanda
Þúsundir fyrirtækja urðu gjaldþrota
Þúsundir vinnufæra Íslendinga urðu atvinnulausir
Upplýst var um gengdarlausa spillingu í viðskiptalífinu
Upp komst um gegnspillta stjórnmálamenn og flokka
Hryðjuverkalög voru sett á landið
Ísland var einangrað á alþjóðavettvangi
Íslenska þjóðin var hneppt í skuldafjötra
En fólkið í landinu tók ekki eftir þessu. Það var svo heimskt að það fattaði ekki hvað hafði gerst. Fólkið át bara sína soðningu með hömsum og tólg daginn út og inn og hélt að allt væri í stakasta lagi.
En þá hringdi síminn. Einhver fór að rótast í fólkinu og æsa það upp sem svo í heimsku sinni æddi út á götur og torg og rændi á endanum völdum í landinu. Alveg að ástæðulausu. Það voru í alvöru allir svo ánægðir með sitt.
Það er mikil blessun fyrir þjóð eins og okkur að eiga einhvern Geir sem sér hlutina í sínu rétta samhengi. Með sínum augum. Eins og hann upplifði þá.
Helvítis síminn.
Hann hefði betur aldrei hringt.