Það þarf að finna Finninn í málinu

Umfjöllun Kastljóss um skýrsludrög Ríkisendurskoðunar hafa vakið gríðarlega athygli sem vonlegt er. Upplýsingar sem lekið hafa út úr stofnuninni eru þess eðlis að óumflýjanlegt er að rannsaka málið allt, bæði það sem snýr að Ríkisendurskoðun og sömuleiðis og ekki síður hlut Fjársýslu ríkisins. Trúðverðugleiki okkar bæði inn á við og gagnvart öðrum þjóðum er í húfi. Það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í samskiptum okkar við aðrar þjóðir ef ekki ríkir trú á svo mikilvægum stofnun og hér um ræðir og mun á endanum koma niður á okkur öllum eins og dæmin sýna.

Ég átti samtal við mann á dögunum sem sagði við mig að það þyrfti „…að finna Finninn í málinu.“ Ég skildi fyrst ekki við hvað var átt en var þá bent á það að það væri alltaf einhver Finnur í öllum svona málum. Það væri alltaf einhver sem hefði tekist að maka krókinn með einum eða öðrum hætti. Alltaf einhver sem hafi haft áhrif á gang mála með eigin hagsmuni að leiðarljósi.

Kannski er einhver Finnur í þessu máli – kannski ekki.

Það mun þá væntanlega koma í ljós þegar/ef það verður rannsakað.