Kostnaðurinn fari á rétt heimilisfang

Í frumvarpi til Fjáraukalaga 2012 kemur fram að þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá muni kosta 240 milljónir króna (bls. 17). Í upphafi ver gert ráð fyrir því að þessi kosning færi fram samhliða forsetakosningunum í sumar sem hefði haft mun minni kostnað í för með sér. Af því varð ekki sökum þess að sjálfstæðismenn á þingi lögðust í málþóf til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni og tóks að tefja málið svo að ekki var mögulegt greiða atkvæði um tillögurnar um leið og kosið var til forseta.

Málþófið kostar okkur því ríflega 200 milljónir króna.

Spurning hvort ekki sé rétt að send reikninginn til síns heima?