Stjórnarnandstaðan tók Alþingi í gíslingu síðasta vor. Markmiðið var að koma í veg fyrir að frumvarp um veiðigjöld næði fram að ganga. Að lokum gerðu formenn stjórnmálaflokkanna samkomulag sín á milli um afgreiðslu málsins. Í því fólst að veiðigjaldið var tekið til afgreiðslu en frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða látið bíða næsta þings. Í kjölfarið var veiðigjaldið svo lögfest með ríflegum meirihluta þingsins og þar með staðfest ein mesta og mikilvægasta löggjöf sem gerð hefur verið varðandi nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Þingið vann fullnaðarsigur í mikilvægu máli. Gengdarlaus áróður gegn stjórnvöldum upp á tugi ef ekki hundruð milljóna bar ekki árangur. Stjórnarliðar fögnuðu sigri í einu erfiðasta máli kjörtímabilsins.
Samkvæmt samkomulagi formanni stjórnmálaflokkanna um lyktir veiðigjaldsins var trúnaðarmönnum flokkanna, einum frá hverjum, falið að ræða um einstaka þætti frumvarps til laga um stjórn fiskveiða og skila ráðherra niðurstöðum sínum fyrir tiltekin tíma. Einnig var kveðið á um það í samkomulaginu að atvinnuveganefnd yrði kynnt niðurstaða hópsins.
Það hefur nú verið gert.
Niðurstöður hópsins skuldbinda hvorki þá sem sátu í honum, formenn flokkanna né þingflokka stjórnar eða stjórnarandstöðu. Í greinargerð hópsins segir m.a. um þetta: „Í ljósi þessa skal það áréttað að efni greinargerðarinnar endurspeglar ekki nauðsynlega skoðanir stjórnmálaflokkanna eða flokkssystkina meðlima trúnaðarmannahópsins.“
Frumvarp um stjórn fiskveiða verður tekið fljótlega aftur til umfjöllunar í þinginu og algjörlega undir ráðherra og þingflokkum stjórnarflokkana komið hvernig það mun líta út.
Samkomulagið sem gert var til að löggilda veiðigjaldið orðið að svikum!!!
Þá bregður svo við að sigurinn sem vannst í veiðigjaldamálinu er orðin að ósigri!!!
Öllu snúið á hvolf. Röngunni snúið fram.
En svona er þetta stundum og lítið við því að gera.