Sögu fjölskyldufyrirtækis í Vestmannaeyjum lauk í dag þegar Síldavinnslan keypti Berg-Huginn með húð og hári. Sjávarútvegsfyrirtækið Bergur-Huginn er selt svo aðaleigandi þess geti staðið skil skulda sinna sem að stórum hluta eru vegna fjárfestinga utan sjávarútvegsins og í alls óskyldum rekstri. Það er að mörgu leiti sorglegt hvernig fór fyrir þessu rótgróna fyrirtæki og örugglega þyngra en tárum taki fyrir margan Eyjamanninn að horfa upp á það. Fall Bergs-Hugins er átakanlegt dæmi um það hvernig hægt er að setja heilt byggðarlag í uppnám með gengdarlausri sóun og ábyrgðarleysi. Það er hinn kaldi veruleiki sem áhafnir skipa fyrirtækisins, annað starfsfólk og Eyjamenn allir standa nú frami fyrir.
Um sögu allt er fjallað um í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem allt of margir eru búnir að gleyma. Þar koma m.a. fram upplýsingar um gríðarleg útlán Landsbankans til fyrirtækja eigandans sem á endanum knésettu útgerðina.
Á myndinni hér að ofan, sem Óskar Friðriksson tók, má sjá skip útgerðarinnar, Vestmannaey, Bergey og Smáey en síðastnefnda skipið var selt til Grenivíkur fyrir nokkrum vikum.
Það er þó huggun harmi gegn að kaupandi Bergs-Hugins skuli vera traust og öflugt fyrirtæki, reist á gömlum grunni og stjórnað af ábyrgð og skynsemi. Stjórnendur Síldavinnslunnar á Neskaupsstað sem hafa gert fyrirtækið að einu öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins á tiltölulega skömmum tíma. Þeirra hugur stefnir án vafa að því að hið fallna fyrirtæki úr Eyjum verði reist við í nýrri mynd og gagnist þá sínu gamla samfélagi áfram samhliða heimasvæði hinna nýju eigenda.
Hér er stutt samantekt yfir helstu fjárfestingar fyrrum eiganda Bergs-Hugins sem áttu sinn þátt í á endanum að fella fyrirtækið (ekki tæmandi listi):
Kaupin á Toyota
Kaupin á Arctic Trucks
Kaupin á Sólningu
Kaupin á Stoke
Kaupin á Dominos
Kaupin á Straumi
Kaupin á þyrlunni
Kaupin á sjálfum sér