Forseti Íslands segir forsetavaldið flutt milli aðila með handabandi. Þess vegna sé nauðsynlegt að einhver handhafi forsetavaldsins fylgi honum til flugs, kveðji hann með handabandi og bíði allt þar til öryggisbeltið er tryggilega fest um mitti forsetans og tryggilega frá því gengið að hann fari örugglega úr landi. Þar með hafi forsetavaldið flutt frá einum aðila til annars.
En hversvegna ekki að kveðjast með kossi í stað handabands? Koss er innileg athöfn, undirstrikar og innsiglar traust samband þeirra tveggja (nema allir handhafarnir mæti) sem láta varir sínar snertast. Kossar styrkja sambönd einstaklinga, efla trúnað, auka vellíðan auk þess sem almennt er talið að kossar beri ekki eins smit á milli manna og handatak gerir.
Kveðjukoss forseta og handahafa forsetavalds gæti einnig orðið til þess að draga úr utanferðum forsetans og lækka kostnað þeim fylgjandi.
Kossar hafa því margt umfram hefðbundið handaband og því alls ekki úr vegi að taka upp þann skemmtilega sið framselja forsetavald með innilegum kossi.