Talsmenn atvinnurekenda hafa læst höndum saman við morgunblaðið að útskýra minnkandi atvinnuleysi. Sameiginleg niðurstaða þeirra er þessi:
Atvinnuleysi er í raun meira en mælingar sýna vegna þess hvað margir hafa flutt frá landinu út af vinstristjórninni.
Atvinnuleysi fer hvort sem er alltaf minnkandi yfir sumarmánuðina.
Störfum í byggingarstörfum er bara að fjölga vegna gaufs í kvikmyndageiranum.
Þetta er bara tímabundið.
Atvinnuleysi mun hvort sem er aukast aftur í haust.
Ástandið er ömurlegt og verður það áfram.
Það er engu líkara en talsmenn atvinnulífsins séu frekar súrir en sætir yfir aukinni atvinnu og að framundan séu mörg stór verkefni sem munu draga enn frekar úr atvinnuleysi í landinu. Þeir leggja talsvert á sig við að draga kjarkinn úr þjóðinni.
Þar er mogginn betri liðsmaður en enginn.