Aðstæðurnar í pólitíkinni

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins segir að rétt sé að hægja á ESB umsókninni m.a. vegna aðstæðna í pólitíkinni hér heima. Með „aðstæðna í pólitíkinni“ á hann við að sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd. Þorsteinn er einn af þeim sem lítur á það sem tímabundið frávik frá norminu að Flokkurinn er ekki í stjórnarráðinu. Það mun hinsvegar lagast fljótlega að mati formannsins fyrrverandi og allt falla í sama horf og áður var. Þá verður allt gott aftur og aðstæðurnar í pólitíkinni honum að skapi. Því sé best að bíða þangað til það gerist, hægja á tilverunni og snöggkæla samfélagið þangað til Flokkurinn fær aftur sín fyrri völd. Þá verður aftur kátt í Val-höllinni.

Ég er smeykur um að aðstæðurnar í pólitíkinni kunni að verða Þorsteini Pálssyni lítt að skapi lengur en hann óskar sér.