Svona virka hótanir

Yfirlýsing formanns kjararáðs Sjómannasambands Íslands  um að sjómenn og þá væntanlega Sjómannasambandið, styðji ólöglegar aðgerðir LÍÚ eru klassískt dæmi um hvernig hótanir geta virkað. Hann segir sjómenn óttast að „það sem rifið verði af þeim (LÍÚ) það endar illa fyrir okkar kalla (sjómenn)“ eins og hann orðar það. Í þessu felst sú skoðun Sjómannasambands Íslands (nema þetta sé persónuleg skoðun formanns kjararáðs sambandsins) að þeir (LÍÚ) eigi eitthvað sem af þeim verður rifið og „okkar kallar“ (sjómenn) muni verða refsað fyrir það af þeim. Með öðrum orðum þá virðist svo vera að Sjómannasambandið hafi beygt sig undir hótanir útgerðarmanna,  jafnvel þó svo aðgerðir þeirra séu ólögmætar.

Útgerðarmenn og sjómenn eiga í kjaradeilu sem vísað hefur verið til sáttasamherja. Þar hafa útgerðarmenn krafist launalækkunar hjá sjómönnum og þeir taki þannig aukinn þátt í olíukostnaði en þegar er.

Það ætti ekki að vera erfiður þröskuldur yfir að fara hjá þeim miðað við hvað lágt hann liggur hjá formanni kjararáðs Sjómannasambands Íslands.