Ömurð

Ömurð er hugtak sem mér skilst að notað sé í svo til sömu merkingu og ömurlegt. Þó ekki alveg. Ömurð er líklega nærri því að vera dapurleg upplifun eða aðstæður sem maður lendir í. Mér leið þannig undir umræðum á Alþingi í gær um væntanleg Vaðlaheiðargöng. Þær voru ömurð  að stærstum hluta.

En svo verður alltaf eitthvað til að gleðja mann, líkt og þetta hér sem einhver gaukaði að mér um miðjan dag. Skora á alla láta það eftir sér að horfa a.m.k. á fyrstu þrjár mínúturnar og athuga hvort það verður ekki til að gera daginn skemmtilegri.