Sökudólgarnir fundnir

Hvað ætli Bíldudalur, Eskifjörður, Flateyri, Súðavík, Grundarfjörður, Króksfjarðarnes og Fáskrúðsfjörður eigi sameiginlegt?

Jú, það voru íbúar þessara staða sem settu bankakerfið á hausinn. Þangað má rekja fall íslenska bankakerfisins. Þar eru breiðu bökin sem réttu eiga að bera afleiðingar Hrunsins á herðum sínu. Sökudólgarnir fundust loksins í þorpum og bæjum víða um land þegar við héldum flest að þeir væru í þéttbýlinu á suðvestur horni landsins.

Eða hvað?

Það mætti allavega ætla að svo sé þegar litið er til rekstrarhagræðingar Landsbankans og kynntar voru fyrr í dag.

Til hamingju að það, Landsbanki allra landsmanna!