Malt er ekki sama og malt

Mér skilst að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafi hótað Þóru Arnórsdóttur starfamanni RÚV málaferlum vegna einhvers sem hún á að hafa sagt um salt-klúðursins. Ég hef áður lýst áliti mínu linnulausum hótunum hinna ýmsu aðila um málsóknir ef orðinu er hallað að þeim. Þetta er hin nýja aðferð til þöggunar sem þeir beita helst sem síst ættu að gera.

En hvað um það.

Ég las hinsvegar viðtal við Svavar Halldórsson eiginmann Þóru (hafði hinsvegar ekki hugmynd um hjónatengsl þeirra) sem tók málinu af stóískri ró enda vanur maður þegar að hótunum af þessu tagi kemur. Hann sagði hinsvegar að þau hjónin hefðu ákveðið að hætta að kaupa malt og appelsín. Það lýst mér ekki á enda er malt ekki það sama og malt eins og allir vita.

Það er nefnilega til miklu betra malt en það sem salt-þrjótarnir framleiða. Það er hið norðlenska og gegnheila gæða Malt frá Viking sem fæst í öllum betri búðum bæjarins. Ég þekki það af eigin reynslu hvað auðvelt er að ánetjast þeim góða drykk enda kemst ég líklega næst því í að vera Viking-Malt-fíkill en flestir aðrir.

Því hvet ég þau Þóru og Svavar og alla þá sem hótað er málshöfðun að snúa sér undanbragaðlaust að norðlenska maltinu. Það er allra meina bót - líka gegn málshöfðun.

Það er hinsvegar verra með appelsínið. Lengi vel var hið víðfræga Vallas framleitt fyrir norðan en það er langt síðan það hefur sést í verslunum.

Kannski verður salt-málið á endanum til þess að Vallasið lifnar við? Það er þá ekki allt til ills unnið.

Vallas og Malt – ValMalt!