Icesave var innlánsreikningar sem Landsbanki Íslands stofnsetti í Bretlandi og síðar í Hollandi.
Icesave innlánsreikningarnir voru útibú frá Landsbankanum í Bretlandi og Hollandi með sama hætti og útibú bankans víðs vegar hér á landi.
Icesave innlánsreikningarnir voru stofnaðir í skjóli þáverandi stjórnvalda sem létu það átölulaust að íslenskir bankar söfnuðu háaum upphæðum inn á reikninga sína erlendis með ríkisábyrgð.
Þáverandi íslensk stjórnvöld töldu útrás íslenskra fjármálamanna vera til mikillar fyrirmyndar og hvöttu þá til dáða á þeim vettvangi. Það á m.a. við um Icesave innlánsreikninganna.
Icesave var valin viðskiptahugmynd ársins árið 2007 af þekktum íslenskum álitsgjöfum á þeim vettvangi.
Icesave er ein ljótasta birtingarmynd þeirrar hugmyndafræði sem ríkti í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi fram að hruni og er þó af nógu að taka.
Icesave málið er tært afsprengi alls þess sem leiddi til falls íslenska fjármálakerfisins með skelfilegum afleiðingum sem ekki sér enn fyrir endann á eins og þessi frétt hér ber með sér.
Ábyrgð þessa vonda máls liggur öll hjá þeim sem bera ábyrgð á skuldasöfnun og eignabruna íslenskra heimila, fjöldaatvinnuleysi, hruni íslensks atvinnulífs og á því að orðspor Íslands á alþjóðavettvangi hefur beðið verulega hnekki til langs tíma.
Ætli þeir geri sér grein fyrir ábyrgð sinni?