Atvinna eða evra? Hvað vill forseti ASÍ?

Af málflutningi forseta ASÍ að dæma er engu líkara en að honum finnist að við Íslendingar höfum ekki upplifað nægilega djúpa kreppu eftir efnahagshrunið 2008. Nýlega setti þessi forystumaður verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi fram þá skoðun að hagur hins almenna borgara hér á landi hefði verið betri ef Íslendingum hefði lánast að taka upp evru. Nefndi hann til skýringar að í Eystrarsaltsríkjunum styddust menn við evru og þrátt fyrir kreppu í þeim ríkjum þyrftu lántakendur að greiða miklu lægri vexti af húsnæðislánum sínum. Gott og vel en sennilega má efast um að meðalheimili sé að greiða þetta miklu lægri vexti núna í þessum ríkjum eftir að tekið er tillit til vaxtabóta. Ríkissjóður Íslands eyðir 1% af landsframleiðslu landsins í vaxtaniðurgreiðslur og fá mörg heimili þriðjung af sínum vaxtakostnaði niðurgreiddan í gegnum það kerfi. En hver er annars ábati Eystrarsaltsríkjanna af evrunni eða tenging við evruna? Ef horft er á fall landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis sést eftirfarandi mynd:

 

 

 

 

 

Kreppan í Eystrarsaltsríkjunum er þannig miklu dýpri en sú íslenska og þvert á það sem Gylfi segir hefur krónan reynst bjargvættur eftir hrun en tenging Eystrarsaltsríkjanna við evruna verið þeim þungbær. Vonandi er ASÍ enn kært að fólk hafi vinnu (sem ég efast reyndar ekki um) og taki það fram yfir löngun sína til að ganga í Evrópubandalagið og taka upp evru,  eins og forseti sambandsins er svo heillaður af.

Það er ekki að sjá að það hafi bargað launafólki í öðrum löndum frá atvinnuleysisbölinu.