Sú saga hefur verið sögð að þegar Adólf Hitler fór að haga sér dólgslega í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar, hafi Kvenfélag Bárðdælinga fundað um málið og send frá sér harðorða ályktun gegn þeim málatilbúnaði öllum. Sagt var að norðanmenn hefðu klórað sér í höfðinu yfir þessari álykt og velt því fyrir sér hvað Hitler myndi nú gera. Það þótti ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að fá kvenfélagskonur í Bárðardal á móti sér og breytti þá engu um hver fyrir því varð.
Ekki dettur mér í hug neinn sanngjarn samanburður við norðlensku konurna en mér datt þetta samt í hug í þessu samhengi þegar ég las þessa „frétt“.