Efnahagshrunið hefur kennt okkur ýmislegt. Eitt það mikilvægasta er að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar virðist sammála um nokkur grunvallaratriði samfélagsins. Þannig virðast flestir skynja betur en áður mikilvægi opinberrar grunnþjónustu í almannaeigu. Flestir vilja standa vörð um velferðarkerfi sem stendur öllum opið óðháð efnahag. Fáir tala lengur um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Öll virðumst við vilja tryggja jafnt aðgengi allra til náms og æa fleiri skilja mikilvægi þess að dreifa byrðum erfiðleikanna í samræmi við getu landsmanna til að standa undir henni.
Við virðumst þá eftir allt vera saman sammála um hvernig samfélag við viljum byggja og búa í. Það er ekki svo lítið þegar vel er að gáð.
En verum þess minnug að allt getur þetta breyst á undraverðum hraða eins og sagan segir okkur.