Samtök atvinnulífsins eru með böggum Hildar yfir því að umbjóðendum þeirra verði með nýjum lögum (bls. 3) hugsanlega gert skilt að greiða sérstakann skatt af auði sínum, sk. auðlegðarskatt. Í stuttu máli snýst þetta um að af hreinni skuldlausri eign einstaklings á bilinu 75 – 150 milljónir króna og af hreinni eign á bilinu 100 -200 milljónum hjá hjónum skuli greiddur sérstakur auðlegðarskattur upp á 1,5% (eitt og hálft prósent). Af hreinni skuldlausri eign einstaklings umfram 150 milljónir og hjóna umfram 200 milljónir sé greiddur sérstakur 2% skattur.
Það er semsagt verið að fara fram á að moldríkir íslendingar með hreinar skuldlausar eignir umfram það sem venjulegur launamaður vinnur sér inn fyrir alla sína starfsævi – greiði örlítinn skerf af auði sínum (1,5 - 2%) til uppbyggingar landsins eftir hrunið. Til uppbyggingar landsins sem skóp þeim allan þennan auð. Er það til of mikils mælst? Er það svo mikil frekja og yfirgangur af hálfu samfélagsins að þetta ríka fólk kjósi frekar að flýja land en leggja sitt af mörgum?
Ef það er málið eins og formaður Samtaka atvinnulífsins að ríka fólkið muni yfirgefa landið sitt af þeim sökum – só bí it.