Örvænting sjálfstæðismanna yfir því að vera utan stjórnarráðins er að ná áður óþekktum hæðum og birtist okkur í ýmsum myndum þessa dagana. Þetta er að verða æ meira áberandi í framgöngu þeirra á Alþingi og þá ekki síður í þeirra hraðasta baklandi úti í samfélaginu.
Andrés Magnússon blaðamaður og hefur komið lagt fram pólitíska aðferð sem er lýsandi fyrir stöðu þeirra sem geta ekki sætt sig við að hafa orðið undir í rökræðunni. Í stað pólitískrar rökræðu leggur þessi dyggi og ákafi hægrimaður til að þar sem rökræðan sé töpuð, þá sé rétt að tekin verði upp ný bardagaaðferð. „Spörkum í þá“ segir hægri blaðamaðurinn.
Nú er ástandið á hægrivængnum greinilega orðið þannig að við hljótum öll að vera þakklát fyrir að baklandið ber ekki vopn.
En hvað veit maður svo sem um það?