Hvað sem mönnum kann að finnast um Berlusconi, þann arma Ítalska þrjót, þá sagði hann sig þó frá embætti þegar ljóst var að Ítalía var komin í verulegan vanda. Það er meira en hægt er að segja um einlægan aðdáanda hans og persónulegan vin norður á Íslandi.
Sá náungi streitist á móti fram í rauðan dauðann þrátt fyrir að efnahagskerfi það sem hann sjálfur skóp, væri hrunið til grunna. Hann boraði sig fastan í embætti sem aldrei fyrr og á endanum þurfti Alþingi að grípa í taumanna og setja sérstök lög í landinu til að losa þjóðina undan honum. Þessi íslenski Berlusconi sté hinsvegar upp frá pólitískum dauða sínum og stýrir nú einu stærsta dagblaði landsins í umboði eigenda þess, á þreföldum launum þess forsætisráðherra sem er að þrífa eftir hann ósómann og með það eitt að markmiði að koma flokknum sínum aftur til valda.
Veistu ef þú vin átt,
og vilt þú af honum gott geta,
og gjöfum skipta,