Skattahelvítið Ísland

Það er ekkert nýtt að orðræðan beri rökræðuna ofurliði. Um það vitna mörg sorgleg dæmi hér á landi, ekki síst í aðdraganda hrunsins, þar sem síbylja stjórnvalda um þeirra eigin ágæti og að Ísland væri mest og best á öllum sviðum, náði að kaffæra alla gagnrýna umræðu í samfélaginu. Afleiðingarnar þekkjum við öll.

Ég á í samskiptum við fjölda manns á hverjum degi starfs míns vegna. Fæ tugi og stundum hundruð tölvupósta yfir daginn, tek ótal símtöl, fæ margar heimsóknir og sit fleiri fundi en nokkrum manni er hollt að sitja. (Reyndar er ég þeirrar skoðunar að fundir séu almennt verulega ofmetið fyrirbæri – en það er önnur saga).

Því er haldið fram að fólk og fyrirtæki sé að flýja Ísland í stórum stíl vegna skattpíningar. Einn náungi sem ég fékk í heimsókn á skrifstofu mína í vikunni sagði Ísland vera skattahelvíti sem ekki lengur væri búandi á. Þessum fullyrðingum fylgja hinsvegar sjaldan nokkur rök. Hvert eru fyrirtæki að flýja undan sköttum á Íslandi? Hvert flýr launafólk undan meintri skattpíningu?

Í nýlegri skýrslu KPMG International er fjallað eilítið um skatta og gerður samanburður á sköttum á milli landa.

Þar má m.a. sjá þetta hér:

Hæsti tekjuskattur á einstaklinga innan OECD ríkja árið 2011:

1

Svíþjóð

56,6%

2

Danmörk

55,4%

3

Holland

52,0%

4

Belgía

50,0%

5

Austurríki

50,0%

6

Japan

50,0%

7

Finnland

49,2%

8

Írland

48,0%

9

Noregur

47,8%

10

Portúgal

46,5%

11

Kanada

46,4%

12

Ísland 

46,2%

13

Ástralía

45,0%

14

Þýskaland

45,0%

15

Grikkland

45,0%

16

Ísrael

45,0%

17

Spánn

45,0%

18

Nýja Sjáland

43,3%

19

Ítalía

43,0%

20

Lúxemborg

42,0%

21

Frakkland

41,0%

22

Sviss

40,0%

23

Kórea

35,0%

24

Tyrkland

35,0%

25

USA

35,0%

26

Pólland

32,0%

27

Mexíkó

30,0%

28

Slóvakía

19,0%

29

Ungverjaland

16,0%

30

Tékkland

15,0%

 

Hæstu fjármagnstekjuskattar í Evrópu árið 2011:

1

Lúxemborg

42,1%

2

Danmörk

42,0%

3

Frakkland

31,3%

4

Svíþjóð

30,0%

5

Finnland

28,0%

6

Noregur

28,0%

7

Írland

25,0%

8

Austurríki

25,0%

9

Þýskaland

25,0%

10

Holland

25,0%

11

Ísland

20,0%

12

Portúgal

20,0%

13

Pólland

19,0%

14

UK

18,0%

15

Rúmenía

16,0%

16

Rússland

13,0%

17

Slóvakía

13,0%

18

Ítalía

12,5%

19

Malta

12,0%

20

Búlgaría

10,0%

21

Tékkland

10,0%

22

Ungverjaland

10,0%

23

Serbía

10,0%

Í efnahagstillögum framsóknar- og sjálfstæðisflokks sem lagðar hafa verið fram á Alþingi kemur fram að báðir flokkarnir vilja færa skatthlutföll aftur til þess sem það var fyrir hrun. Það þýðir að fjármagnstekjuskattur fer aftur niður í 10% líkt og nú er í Búlgaríu, Serbíu og Ungverjalandi og skattar á einstaklinga verða aftur sambærilegir við það sem er í Sviss, Kóreu, Tyrklandi og USA.

Þetta eru staðreyndir um skattahelvítið Ísland - ef einhver skyldi hafa áhuga á þeim.