Talsverð um ræða hefur verið um sk. svarta vinnu og skattsvik að undanförnu og þá í sambandi við niðurstöðu úr verkefninu „Leggur þú þitt af mörkum“ sem unnið var af Ríkisskattstjóra ASÍ og SA. Niðurstaða þess verkefnis er að þjóðfélagið sé að tapa gríðarlegum fjármunum á skattsvikum eða 13,8 milljörðum á ári og þá einungis hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verkefnið nær til.
Umræðan í kjölfar þessarar niðurstöðu hefur verið sú að aukin svört vinna megi kenna háum sköttum hér á landi um. Ekkert bendir hinsvegar til þess og er þá nærtækast að vísa til þess að mestu undanskot frá skatti síðustu árin fyrir hrun voru til að forðast fjármagnstekjuskatt sem þó var þá aðeins 10% og það lægsta sem þekktist í viðmiðunarlöndum okkar. Skatthlutfall á þessum tíma var einnig lægra en nú gerist en þó voru skattsvikin mun umfangsmeiri á þessum árum en í dag.
Í skýrslu um skattsvik sem Geir H. Haarde flutti Alþingi árið 2004 er upplýst um gríðarlegt umfang skattsvika hér á landi á þeim tímum. Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherans þáverandi var talið að umfang skattsvika á Íslandi hafi þá verið 25-35 milljarðar króna á verðlagi ársins 2004 (bls. 28). Ætli megi ekki tvöfalda þá tölu til núvirðis – eða jafnvel meira?
Í skýrslunni eru gerðar fjölmargar tillögur að úrbótum í skattkerfinu til að koma í veg fyrir svik auk þess sem bent er á hættur sem nýjum atvinnuháttum fólu í sér, s.s. aukin fjármálaumsvif við útlönd (útrásin) og mál þeirri vitleysu allri tengdum.
Skemmst er frá því að segja að þáverandi stjórnvöld hunsuðu allar tillögurnar og gerðu engar breytingar á skattkerfinu, hvorki til að bregðast niðurstöðum skýrslunnar né varnarorðum um nýjar hættur. Þau létu reka á reiðanum og horfðu framhjá skattsvikunum enda svo litið á að hert reglur á því sviði myndu hamla framgangi lands og þjóðar. Sú röksemdarfærsla heyrist enn í þingsölum frá sömu aðilum sem virðast ekkert hafa lært af fyrri mistökum á þessu sviði.
Það var ekki fyrr en núverandi ríkisstjórn tók við völdum að gripið hefur verið til varna á þessum sviði og reynt að sporna við skattsvikum.
Dæmi um þetta eru fjölmörg. Í skýrslu Geris H Haarde er m.a. bent á eftirfarandi og tillögur gerðar til úrbóta:
Engin vilji var til að gera breytingar í þessa veru á þeim tíma og það var ekki fyrr en árið 2009 sem þetta var lögfest hér á landi.
Engin vilji var til að gera breytingar í þessa veru á þeim tíma og það var ekki fyrr en árið 2009 sem þetta var lögfest hér á landi.
Engin vilji var til að gera breytingar í þessa veru á þeim tíma og það var ekki fyrr en seint á árinu 2008 og síðan á árinu 2009 sem þetta var lögfest hér á landi.
Engin vilji var til að gera breytingar í þessa veru á þeim tíma og það var ekki fyrr en árið 2009 sem þetta var lögfest hér á landi.
Hér er aðeins fátt eitt upp talið sem vísar til þeirrar hugmyndafræði í skattamálum sem þá réð ríkjum hér á landi með þeim afleiðingum sem við okkur öllum blasa.