Menn velta nú vöngum fyrir því hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir muni bjóða sig fram til formanns sjálfstæðisflokksins. Hún mun væntanlega gefa það út þegar ljóst verður hverjir muni sitja landsfundinn fyrir hönd svæðisfélaga flokksins og fleiri sem eiga rétt á að senda fulltrúa á fundinn. Í rauninni skiptir þetta þó ekki öllu máli fyrir stöðu Bjarna Benediktssonar núverandi formanns, hann er þegar fallinn hvernig sem kosningin á landsfundinum fer. Spurningin er aðeins hvort það verður Hanna Birna sem tekur við af honum eða hvort leitin af nýjum leiðtoga (eins og það er kallað á þeim bænum) mun taka einhvern smá tíma í viðbót. Um það hefur Bjarni lítið að segja. Hans örlög eru ráðin.
Haukarnir í Flokknum virðist ekki þola þá breyttu og mildu ásýnd sem Bjarni hefur reynt að setja á sjálfstæðisflokkinn. Þeir vilja vígbúast, sjá Flokkinn sinn rísa aftur upp gráan fyrir járnum og til valda líkt og forðum.
Þar til drambið varð honum að falli.