Ég fylgdist með ráðstefnunni í Hörpu í gær á netinu eins og svo margir aðrir. Nú eru glærur fyrirlesaranna komnar á netið líka og áhugavert að renna í gegnum þær.
Það er merkilegt að enginn þessara gesta hafi komið séð ástæðu til að minnast á hið nýja fyrirmyndarland Samtaka iðnaðarinas í ræðum sínum. Ég minnist þessi ekki að nokkur maður hafi haft það á orði að Ísland frekar en önnur lönd gætu lært eitthvað af því sem þar er að gerast. Þvert á móti vildu gestirnir í Hörpu meina að sú leið sem íslensk stjórnvöld hafa farið geta verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar (Can the lesson be applied elswhere?)
En íslenskir stjórnmálamenn hafa líka löngum haft aðra drauma í efnahagsmálum en sauðsvartur nóbelsverðlaunaalmúginn í Hörpunni.