Múgheimska

Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sagði á ráðstefnunni í Hörpu í gær að íslendingar hefðu nánast allir misst tökin á tilverunni árin fyrir hrun og gefið skynseminni fingurinn. Hann taldi að slík múgheimska hefði aldrei áður átt sér stað í nokkru þróuðu ríki.

Það er margt til í þessu hjá Buiter og reyndar merkilegt hvað múgheimskan virðist rótföst enn þann dag í dag.

Þeir fáu sem reyndu að malda í móinn voru úthrópaðir ýmist sem úrtölumenn eða fólk sem væri hvort eð er á móti öllu og vildi helst hverfa aftur til fortíðar.

Múgheimska er ágætt nýyrði í íslenskri tungu.

Spurning hvort þeir skilja það sem ættu að gera.