Framsóknarmenn lögðu á dögunum fram tillögu til þingsályktunar um stöðugleika í efnahagsmálum. Í þeim tillögum er megináherslan lögð á eftirfarandi:
1. Lækka skatta.
2. Auka útgjöld.
3. Drífa atvinnulífið í gang.
Sjálfstæðisflokkurinn lagði svo í gær fram sína tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Í þeim tillögum er megináherslan hinsvegar lögð á eftirfarandi:
1. Lækka skatta.
2. Auka útgjöld.
3. Drífa atvinnulífið í gang.
Það ber að fagna tímabærum tillögum þessara ólíku stjórnmálaflokka og framlagi þeirra til íslensks efnahagslífs.