Fjárlagafrumvarp vegna ársins 2012 var lagt fram rétt áðan. Í því frumvarpi kemur í fyrsta sinn frá hruni skýrt fram að okkur hafur tekist að snúa vörn í sókn og erum að uppskera árangur af erfiði síðustu ára.
Samkvæmt frumvarpinu verður samdráttur í útgjöldum verða á bilinu 1,5% - 3% eftir málaflokkum, mest á rekstur og stjórnsýslu en minnst í velferðarkerfinu.
Stærsti hluti nýrra teknar mun koma af sérstökum nýjum skatti á fjármálafyrirtæki, auknu veiðileyfagjaldi af útgerðinni ásamti arðgreiðslum og sölu á eignum ríkisins.
Fjárlagafrumvarpið er til vitnis um tvennt. Í fyrsta lagi að stjórnvöld hafa náð fullkomnum tökum á ríkisfjármálum. Í öðru lagi að almenningur mun ekki þurfa að bera þyngri skattbyrðar af hruninu en þegar er orðið.
Nú munu fjármálafyrirtækin og önnur stórfyrirtæki í landinu sem hafa til þess burði þurfa að skila sínu í hítina sem hrunið framkallaði. Þeim er flestum málið skilt og því engin vorkunn í því leggja sitt af mörkum.
Valið stendur um tillögur stjórnvalda eins og þær birtast í frumvarpinu eða auka áfram byrðar almennings. Valið stendur um stórfyrirtækin eða almenning. Um þetta val mun slagurinn um fjárlög næsta árs standa.
Þingmenn stjórnarflokkanna eru tilbúnir í þann bardaga vilji einhverjir taka hann.