Fjárlagafrumvarp næsta árs verðu lagt fram á laugardaginn, 1. október eins og lög gera ráð fyrir. Þá hefur stjórnarandstaðan væntanlega upp sinn hefðbundna söng um að nú fari allt endanlega fjandans verði frumvarpið að lögum. Ekki er ólíklegt að einhverjir liðsmenn gömlu hrunaflokkanna muni setja sér það markmið að rústa fjárlögunum á meðan aðrir setja sig í hefðbundnar stellingar hinnar sígildu stjórnarandstöðu. Sem betur fer hefur stjórnarandstöðunni ekki orðið ágengt á þessar vegferð sinni.
Árangurinn stjórnvalda hefur heldur ekki látið standa á sér.
Ef litið er til fyrri helmings yfirstandandi árs kemur í ljós að innheimtar tekjur ríkissjóðs eru nærri 5 milljörðum umfram áætlun. Skatttekjur og tryggingargjöld 4 milljarða umfram áætlun, og skattar á fjármagnstekjur rúma 3 milljarða umfram áætlun. Á sama tíma voru heildar útgjöld ríkissjóðs nærri 3 milljörðum undir áætlun miðað við fjárlög ársins.
Það er því óumdeilt að stjórnvöld hafa náð þeim tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar eins og að var stefnt. Niðurstaða fjárlaga 2009, 2010 og það sem eftir er yfirstandi árs eru til vitnis um það. Viðurkenning alþjóðasamfélagsins á árangri íslenskra stjórnvalda á þessu sviði undirstrikar þau góðu tök sem stjórnvöld hafa náð á efnahagsmálunum í kjölfar hrunsins.
Fjárlagafrumvarp næsta árs mun fela í áframhaldandi blandaða leið aukinna tekna og minni útgjalda þar sem áherslan verður lögð á að auka tekjur frekar en að draga meira úr samfélagslegum útgjöldum. Markmiðið er eftir sem áður að dreifa stríðskostnaðinum af hruninu með eins sanngjörnum hætti og mögulegt er.
Þetta mun stjórnarandstaðan bæði innan þings sem utan sjálfsagt ekki taka með þegjandi þögninni frekar en áður. Þeir hafa sínar hugmyndir og prófuðu þær allar á okkur með skelfilegum afleiðingum.
Óþarfi að endurtaka það.