Í blaðinu „Akureyri – vikublað“ sem kom út í dag eru tvö athyglisverð viðtöl við einstaklinga í atvinnurekstri. Annað þeirra er við framkvæmdastjóra Norðlenska og hitt við Agnesi Arnardóttur eiganda verslunarinnar Úti og inni sem selur gólfefni og byggingarvörur.
Í viðtalinu segir framkvæmdastjóri Norðlenskra frá því að erfilega gangi að ráða íslendinga til starfa hjá fyrirtækinu þrátt fyrir atvinnuleysið og segir að illa væri fyrir okkur komið ef ekki fengust útlendingar til starfa. Hann er sömuleiðis gagnrýnin á fjölmiðla um málefni bænda og í umfjöllun um aðildarumsóknin Íslands að ESB sem hann telur litlar líkur á að verði samþykkt. Norðlenska tapaði fjármunum í hruninu eins og aðrir og hefur áður gengið í gegnum fjárhagslega erfiðleika eins og gengur. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir fyrirtækið hinsvegar nú standa vel, sé komið út úr kreppunni og það standi traustum fótum.
Agnes Arnardóttir hefur ekki sömu sögu að segja. Hún hefur staðið í stríði við viðskiptabanka fyrirtækisins sem hún segir ekki aðeins hafa komið illa fram við fyrirtækið vegna lánamál þess, heldur hafi bankinn beinlínis hagsmuni af því að knésetja það vegna eingarhalds bankans á fyrirtækjum á sama markmaði. Agnes mjög harðorð í garð bankanna og lýsir í viðtalinu vel þeim átökum og erfiðleikum sem þeir verða fyrir sem lenda í hremmingum af þessu tagi og allt of margir haft mátt glíma við.
Þó staða þessara tveggja aðila sé um nokkuð ólík þá er það eitt sem þau eru sammála um. Viðskiptabankarnir eru ekki að sinna fyrirtækjum á landsbyggðinni með sambærilegum hætti og þeir gera á SV-horni landsins. Bankarnir mismuni sinni fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu betur en á landsbyggðinni. Ef það er rétt, sem ástæðulaust er að efast um, þá verður að leita skýringa á því og það mun verða gert.