Ég er ekki mikill stangveiðimaður í merkingunni að veiða mikið. Ég fer of sjaldan að veiða, á ekki sérstaklega góðar græjur og kem of oft fisklaus heim. Veiðisögur mínar bera því að taka með fyrirvara. En ég hef veitt frá því ég man eftir mér og hef ógurlega gaman af því. Ég á það til að kíkja í veiðibúðir og láta mannalega innan um allt veiðidótið sem mig langar til að eiga. Ég les líka veiðiblöð á biðstofum, vafar um veiðisíður á netinu og skoða allar auglýsingar með miklum áhuga. Í Fréttablaðinu í morgun mátti sjá útsöluauglýsingu frá Veiðiportinum þar sem boðið er upp á allskonar veiðidót á aflsætti. Örugglega hægt að gera góð kaup þar.
Eitt skil ég samt ekki við þessa auglýsingu. Hver er tilgangurinn með því að hafa hálfnakta konu út í miðri á innan um öll tilboðin? Til hverra er verið að höfða? Karla - kvenna - barna? Halda eigendur verslunarinnar að þeir muni auka söluna hjá sér með því? Er það kannski þannig?
Útsala á hálfberum konum Er það trixið?