Hún er dálítið undarleg umræðan um íslenskt efnahagslíf þessa dagana. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við brotthvarfi AGS í síðustu viku og yfirlýsingum þeirra og fleiri aðila sem lagt hafa okkur liðsinni við að komast út úr kreppunni hafa öll verið á þann veg að um tóma blekkingu sé að ræða. Formenn sjálfstæðis- og framsóknarflokks segja erlenda samstarfsaðila okkar fegra ástandið en útskýra ekki hversvegna þeir ættu að gera það eða hvað hagsmuni þeir ættu að hafa af því. Síðast í morgun mátti lesa viðtal við þá kumpána þar sem þeir segja efnahagsstjórnina varðaða glötuðum tækifærum og mistökum.
En hverjar eru staðreyndirnar þegar betur er að gáð?
Á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs var aðeins eitt land OECD ríkjanna með meiri hagvöxt en Ísland. Er það enn frekari vísbending þess að Ísland er að ná sér út úr kreppunni á meðan gervöll Evrópa situr eftir. Ætli mörg þau verst settu ríki Evrópu eins og Írland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Spánn myndu slá hendinni á móti 2% prósenta hagvexti? Eða félagar þeirra Sigmundar og Bjarna í frjálslyndum demókrötum og íhaldsflokknum í Bretlandi?
Samt halda kumpánarnir hér á landi að breiða út boðskap um árangurleysi í efnahagsmálum svo skömmu eftir hrunið sem þessir flokkar voru arkitektar af. Það er engu líkara en þeir eigri um í pólitísku tómarúmi og láti sig engu varða um hvað er að gerast í öðrum löndum.
Hér fyrir neðan má sjá hver hagvöxtur var í löndum OECD fyrsta ársfjórðunginn 2011 fyrir þá sem hafa áhuga á kynna sér staðreyndir í stað staðlausra fullyrðinga.
2,4%
2,0%
1,3%
1,3%
1,0%
0,9%
0,8%
0,8%
0,8%
0,8%
0,8%
0,5%
0,4%
0,4%
0,3%
0,2%
0,1%
0,1%
-0,1%
-0,6%
-0,6%