Ég fór í gær á afmælistónleika Björgvins Helga Halldórssonar í Hofi á Akureyri. Þetta voru fyrstu tónleikarnir sem hef farið á með Björgvini, svo ótrúlegt sem það nú hljómar. Ég á reyndar mikið af tónlist með honum á diskum og plötum sem mikið hefur verið hlustað á.
Það er skemmst frá því að segja að þetta voru snilldar tónleikar hjá meistaranum, hljómsveitin frábær og hann sjálfur í mögnuðu formi.
Ég veit ekki hvort það er aldurinn (á mér) eða eitthvað annað, skiptir ekki öllu máli, en í mínum huga er Björgvin Halldórsson yfirburðamaður í íslenska tónlistarheiminum og langt í það að einhver komist með tærnar þar sem hann var með hælana í gær. Næst á eftir honum kemur líklega Óli Palli á RÁS 2 sem hefur haft gríðarleg áhrif á tónlistarlífið hér á landi í gegnum RÚV.
En Björgvin er aðal og enginn annar.