Yfirlýsingar Guðmundar Steingrímssonar í kjölfar úrsagnar hans úr hinum ramm íslenska framsóknarflokki munu koma til með að styrkja málefnastöðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Guðmundur segist ekki vilja sjá ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknar komast aftur til valda. Hann segist vilja sjá ESB umsóknina leidda til lykta og þjóðin ráði síðan örlögum sínum um það mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðmundur telur nauðsynlegt ráðast í endurskipulag í rekstri ríkisins og stofnunum þess og hann segist munu styðja ríkisstjórnina til allra góðra verka hér eftir sem hingað til. Svo fátt eitt sé nefnt.
Guðmundur Steingrímsson hefur sannarlega ekki gengið til liðs við ríkisstjórnina né lýst fyrir skilyrðislausum stuðningi við hana. Stjórnin stendur óbreytt áfram sem og þinglið hennar.
En málefnastaða hennar hefur styrkst og það er líklegra en áður að hún nái meginmarkmiðum sínum í gegn en áður. Að sama skapi hafa þeir misst fótfestuna sem reynt hafa að standa í vegi fyrir því að samstarfsyfirlýsing stjórnarflokkanna nái fram að ganga.
Á því er ekki nokkur vafi.