Rassskelling er orð sem oft er notað í óeiginlegri merkingu, nokkurskonar myndlíking. Til dæmis er stundum talað um að einhver hafi verið rassskelltur í meiningunni að hann hafi fengið á baukinn, verið veitt verðskulduð ráðning, rangindi rekin ofan í viðkomandi eða viðkomandi verið staðin að rangindum.
Það er til annað orð, heldur sterkara í þessu sambandi. Það er KAGHÝÐING.
Það er rétta orðið yfir þá yfirhalningu sem fulltrúar sjálfstæðisflokksins fengu frá gestum viðskiptanefndar um málefnum Sjóvar, SpKef og Byr, sem var að ljúka rétt í þessu.
Annars má benda á að boðað hefur verið til þriggja daga fundar í haust þar sem allir innanbúðarmenn framangreindra félaga verða samankomnir og ættu að geta upplýst um málið frá fyrstu hendi. Þar geta menn fengið allar upplýsingar um hvernig Flokksmönnum tókst að eyðaleggja þessi þrjú félög með tilheyrandi afleiðingum.