Í umræðum á Alþingi um skýrslu fjármálaráðuneytisins um endurfjármögnun bankakerfisins voru haldnar margar skrýtnar ræður. Það er eins og það er.
Ræða Lilju Mósesdóttur vakti þó marga til umhugsunar um það lýðskrum sem oft á sér stað úr ræðustól þingsins. Lilja fann ríkisstjórninni allt til foráttu vegna endurfjármögnun bankanna og hafði um það stór orð.
Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi sama Lilja, þá orðin formaður Viðskiptanefndar þingsins, samþykkti í desember 2009 lagafrumvarp á Alþingi þess efnis að þingið veitti fjármálaráðherra lagalegt umboð til að ganga endurfjármögnun bankanna samkvæmt samningum þar um og henni var fulljóst um upp á hvað hljóðuðu. Reyndar fékk þetta mál litla umfjöllun í þinginu og aðeins fjögur móttatkvæði – ekkert þeirra frá sjálfstæðisflokknum.
Er hægt að ganga lengra í lýðskrumi og loddarskap?