Egill Helgason fjallar um almennar niðurgreiðslur á vöxtum á bloggsíðu sinni í morgun. Hann segir að svo kunni að vera að einhverjum þykki þetta góðar fréttir en telur jafnframt að fróðlegt væri að fá vita hverjir hafi fengið þessar greiðslur. Þannig reynir hann að sá fræjum tortryggni vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar við að koma skuldugum heimilum til hjálpar í stað þess að líta málið jákvæðari hætti. Hann bætir því síðan við að þetta sé „eins og oft hjá ríkisstjórninni - meira að segja þeir sem fylgjast vel með þjóðmálunum koma af fjöllum þegar þeir heyra þetta.“ Væntanlega á Egill þar við um sjálfan sig og fleiri sem fjalla um þjóðmálin á degi hverjum of með ágætum hætti.
Þetta kemur mér á óvart, heldur betur. Ég að þeir sem stjórnuðu þjóðmálaumræðunni væru betur upplýstir um aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem fengu gríðarlega umfjöllun undir lok síðasta árs og voru ræddar daginn út og inn í fjölmiðlum, m.a. af hálfu Egils Helgasonar.
Kannski voru þjóðmálastjórnendurnir búnir að bora sig svo rækileg niður í svartnættisrausið að þeir létu allar góðar fréttir sem vind um eyrun þjóta og gátu þar af leiðandi ekki fjallað um þær. Þess vegna eru þeir kannski svona svakalega hissa í dag?
Þessi viðbrögð ættu að vera okkur hinum hvatning til að vekja betur athygli á því sem vel er gert en okkur hefur hingað til tekist að gera.