Um námsferli minn: Að gefnu tilefni.
Ég gekk í barnaskóla Ólafsfjarðar og síðan Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar en lauk svo skyldunámi endanlega frá Siglufirði árið 1976 (það voru einhverjir samstarfserfiðleikar milli mín og skólayfirvalda í Ólafsfirði á þessum tíma).
Tók bílpróf 17 ára – en missti það fljótlega aftur tímabundið vegna umferðalagabrota. Hef haldið því síðan.
Ég lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1984.
Útskrifaðist með kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri árið 2006.
Er síðan með ýmiskonar réttindi tengd fiskverkun, s.s. skreiðamatsréttindi, saltfisksmatsréttindi og svo allskonar námskeið í hinu og þessu sem hafa nýst mér ágætlega í lífinu.
Vísa að öðru leiti til upplýsinga á heimasíðu Alþingis hvað aðrar persónulegar upplýsingar varðar.
Bara til að hafa þetta á hreinu.