Furðuleg framganga fyrrum ráðherra og sendiherra

Lee Buchheit hélt góðan fyrirlestur um Icesave-samningana í Háskólanum á Akureyri í gær. Um 200 manns sóttu fundinn sem var bæði upplýsandi og bauð upp á gott tækifæri fyrri áhugasama til að kynna sér þetta mikilvæga mál. Á fremsta bekk sat fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra sjálfstæðisflokksins og var mikið niðri fyrir. Efst í hans huga var hver kostaði Lee Buchheit norður í land til að ræða þetta mál og beindi hann þeirri spurningu til formanns samningarnefndarinnar hvort hann gengi erinda ríkisstjórnarinna þar nyrðra. Lee Buchheit svaraði því til að hann hefði aldrei tekið við því starfi sem honum var falið nema gegn því að vera skipaður af öllum flokkum á Alþingi í umboði íslensku þjóðarinnar og hann hefði aðeins skildum að gegna gagnvart þjóðinni sem fól honum verkið og engum öðrum. Ein slík skilda væri að kynna niðurstöðu samningsins, að mati Lee Buchheit og gefa fólki tækifæri til að spyrja út hann. Fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra Flokksins gafst hinsvegar ekki upp og beindi þá orðum sínum til rektors Háskólans á Akureyri og spurði hvort Háskólinn á Akureyri væri notaður til áróðurs fyrir ríkisstjórnina eða samninganefndina. Það mátti heyra á fundarmönnum að þeim var nokkuð brugðið við heiftina í sendiherranum fyrrverandi þegar hann dró í efa heiðarleika Háskóla Akureyrar til að vera vettvangur umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál eins og rektor skólans benti fundarmönnum á að væri eitt af hlutverkum skólans.
Tilgangur fyrrum þingmanns, ráðherra og sendiherra sjálfstæðisflokksins virtist vera sá að koma í veg fyrir eðlileg skoðanaskipti um Icesave-málið og greip því til þess ráðs að draga trúverðugleika formanns samninganefndarinnar og sömuleiðis Háskólans á Akureyri í efa, fyrst hann ekki til fótanna í rökræðunni sjálfri.
Það er undarleg afstaða af hafa í stórum málum.