Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum segist ekki ætla að taka þátt í stjórnarsamstarfi og óhugsandi sé að flokkurinn í heild sinni geri það án þess að gengið verði til kosninga. Í ályktun fulltrúaráðsins um þetta mál er farið mörgum ófögrum orðum um ríkisstjórnina og talin algjör nauðsyn að losa þjóðina undan henni áður en hún veldur meira tjóni en orðið er nú þegar.
Þarna viðrast sjálfstæðismenn í Eyjum hafa misst eitthvað úr íslenskri stjórnmálasögu. Átján ára þrotlausri ríkisstjórnarsetu sjálfstæðisflokksins, sem fulltrúaráðið í Eyjum studdi með öllum ráðum, lauk með fullkomnu efnahagslegu hruni. Íslenska fjármálkerfið féll til grunna, eigið fé fyrirtækja þurrkaðist út í einu vettvangi, atvinnuleysis margfaldaðist, skuldir heimila sömuleiðis, Ísland einangraðist efnahaglsega frá umheiminum, upp komst um gríðarlega spillingu í viðskipta- og stjórnmállífi landsins, ekki síst innan sjálfstæðisflokksins – svo fátt eitt sé nefnt.
Þá funda sjálfstæðismenn í Eyjum og álykta um pólitíska sekt og ábyrgð annarra á afleiðingum eigin stjórnar.
Þarf að hafa fleiri orð um það?