Öryggi eða áhætta?

Síðastliðna tvo daga hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins dregið fram með skýrum hætti frammi fyrir hvaða vali kjósendur standa þann 9. apríl næst komandi. Valið snýst um áhættu og valið er nokkuð skýrt. Með því segja JÁ og velja samningaleiðina lágmarka kjósendur áhættu samfélagsins af launs Icesave-málsins. Með því að segja NEI og velja svokallaða „dómstólaleið“ hámarka kjósendur áhættuna.
Á sunnudagskvöldið hafði fréttastofan eftir Lárusi Blöndal að vaxtakostnaður sem fallið gæti á Ísland tapist dómsmál um Icesave gæti orðið vel yfir700 milljörðum króna. Þar fyrir utan þyrfti Ísland að greiða þann hluta höfuðstólsins sem eignir gamla Landsbankans standa ekki undir. Höfuðstóllinn gæti orðið á bilinu 700 ma.kr. (lágmarkstryggingin) til 1200 ma.kr. (allar innstæður á Icesave) en nú er gert er ráð fyrir að eignirnar standi undir 86% af lágmarkstryggingunni. Á móti er gert ráð fyrir að fyrirliggjandi samningar kosti Ísland 47 milljarðar.
Frétt RÚV mánudagskvöldið leiddi svo enn frekar í ljós hversu mikil áhætta felst í „dómstólaleiðinni“. Reyndar fjallaði fréttin um að mögulega gæti kostnaðurinn við fyrirliggjandi samning tvöfaldast, þ.e. ef eignir þrotabúsins reynast verðminni en áætlað er og greiðslum úr því seinki um tvö ár.  Að sama skapi gæti kostnaðurinn einnig orðið töluvert minni en nú er áætlað ef þessar breytingar yrðu í hina áttina.
Hvað varðar fyrirliggjandi samning nemur áhættan af þessum þáttum að hámarki 64 milljarðar. Það er vissulega nokkur áhætta og ástæðulaust að gera lítið úr því. En samanborið við 700 milljarða áhættu af „dómstólaleiðinni“ sem lýst var í fréttunum á sunnudagskvöldið hlýtur hún að teljast ásættanleg. Við þá áhættu bætist síðan sama áhætta varðandi endurheimtuhlutfall, hraða útgreiðslna og vegna gengisþróunar og lýst var í frétt RÚV í gærkvöldi.
Í mínum huga getur þetta varla talist val.  Það stendur milli þess að segja JÁ og fara öruggu leiðina sem felur í sér 0 til rúmlega 100 milljarða eða segja NEI og fara áhættuleiðina sem getur falið í sér 0 til 840+ milljarða kostnað.
Í mínum huga getur þetta varla talist val.  Það stendur milli þess að segja JÁ og fara öruggu leiðina sem felur í sér 0 til rúmlega 100 milljarða kostnað eða segja NEI og fara áhættuleiðina sem getur falið í sér 0 til 840+ milljarða kostnað.
Í nýútkominni meistararitgerð Ragnhildar Bjarkadóttur er því lýst hvernig áhætta og agaleysi í viðskiptum fór með íslenskt efnahagslíf. Til viðbótar algjöru aga- og eftirlitsleysis og almenns stjórnleysis við stjórn ríkisfjármála var efnahagslegt fall landsins í rauninni óumflýjanlegt.
Í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs er nú loksins farið að setja spurningamerki við áhættusækni og áhættufíkn. Dómstólaleiðin endurvekur þann draug sem hollara er að kveða alveg niður. Samningaleiðin tryggir það.