Sameinast í Héraðsdómi Reykjavíkur

Fyrir utanbæjarmenn er ekki að sjá að það sé margt sem sameinar neðantalin sveitarfélög, skóla eða lögregluyfirvöld í Bretlandi. En þegar betur er að gáð má sjá að þau tengjast öll í gegnum landið bláa, gamla góða Ísland. Það sem gerir það að verkum að eyjan í norðri hefur náð að sameina þessa aðila í einn má fyrst og síðast „þakka“ íslenskum fjárglæframönnum sem fóru ránshendi um sjóði þeirra. Rétt eins og þeir gerðu við sína eigin landa í skjóli þeirra leikreglna sem settar voru af þáverandi stjórnvöldum.
Mánudaginn 21. febrúar 2011 voru sem sagt í Héraðsdómi Reykjavíkur dómtekin mál þessara aðila sem töpuðu fjármunum sínum á hinum ógeðfelldu Icesave-reikningum í Bretlandi. Sumir töpuðu þar öllu sínu og eygja litla von í að fá nokkuð af því til baka.
Það stangast illa á við fullyrðingar sumra um að skaðleysissamningar Íslands við Breta og Hollendinga þýði það að íbúar þessara landa fái allt sitt til baka og gangi skaðlausir frá borði.
Fyrir áhugasama má á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur sjá hvaða aðilar það eru sem eru að reyna að ná til baka því sem íslensku Icesave-drengirnir tóku af þeim:
Kent Police Authority
 
University of Exeter

West Lindsey District Council 

Tonbridge & Malling Borough Council
  
North Lincolnshire Council
 
Northumberland County Council

Wokingham Borough Council
 
Caerphilly County Borough Council
 
West Midlands Police Authority
 
Colchester Borough Council
 
Vale of White Horse District Council