Miðvikudagskvöldið 2. febrúar verður íbúum Fjallabyggðar boðið á heimafrumsýningu heimildarmyndarinnar um Roðlaust og beinlaust. Myndin verður sýnd í Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst sýningin kl. 20:00.
Myndin hefur verið sýnd í Bíó Paradís í Reykjavík í nokkra daga og fengið jafnt góða aðsókn sem jákvæða umfjöllun enda er hér um bráðskemmtilega mynd að ræða sem allir ættu að sjá.