Þeim verður ekki breytt

Í hvert sinn sem sjálfstæðisflokki eða framsókn tekst að klúðra málum (sem gerist oft)  fara stjórnmálamenn úr öðrum flokkum oft að tala um að nú þurfi stjórnmálin að breytast, rétt eins og að ruglið sé þeim að kenna. Þetta er auðvitað fásinna og fyrst og síðast til merkis um lítið pólitískt sjálfstraust þeirra sem þannig tala.
Hvorki sjálfstæðisflokkurinn né framsókn munu breytast þótt aðrir flokkar geri það. Það er algjörlega ástæðulaust fyrir aðra flokka að fara í naflaskoðun þó þessir tveir flokkar séu gegnsósa af spillingu og óreiðan. Þeim er óeðlið tamt og verður ekki breytt úr þessu.
Það sem þarf að breytast er að kjósendur hætti að fela þessum tveimur flokkum það vald sem þeir hafa til þessa fært þeim og gert þeim þannig kleift að misnota það í eigin þágu.
En það mun tæplega breytast.