Þetta er allt frekar kreisí

 Í dag eru tvær vikur til kosninga og línurnar byrjaðar að skýrast frekar en áður. Sjálfstæðisflokkurinn og klofningsframboðið Viðreisn virðast samanlagt ætla að ná upp undir þriðjungi atkvæða ef marka má kannanir. Það er allt of mikið.

Framsóknarflokkurinn og klofningsframboðið hans verða ekki langt frá því að fá fimmtung atkvæða samanlagt samkvæmt sömu könnunum. Það er líka allt of mikið.

Samanlagt virðast þessi fjórir klofningsflokkar fara nálægt því að safna til sín um eða yfir helmingi atkvæða í kosningunum.

Ríkisstjórnir þessara flokka og flokksbrota hafi ekki náð að sitja eitt heilt kjörtímabil um lengri tíma. Þær hafa allar fallið vegna spillingar, fjármálalegrar óstjórnar og leyndarhyggju. Miðað við horfur í könnunum gætu þeir hæglega gert enn eina tilraunina að loknum kosningum enda virðast kjósendur til í slaginn með þeim.

Þetta er allt frekar kreisí.